af Tími kaldra mána

Magnús Sigurðsson

Hugarlandið

Nú eru laufin
vinrauð

eins og plómur.
Og himinninn

gómfyllubleikur.

Ytri veröld,
ég drekk þig.

Ég veiti þér
eins og fljóti.

Yfir skælþurra akra
hugarlandsins.





Hunang

                        Stjörnfræði Ursins: Appendix

Ímyndið ykkur
að jörðinni
sé sökkt
í hunang.

Við snúning
jarðar dregst
hunangið til.

Sama gerist
með tímann
og rúmið,

í alheimi
Einsteins. 





Skógfræði

Ég veit það
um japönsku dvergtrén

að þau vaxa
af sýktum fræjum

annarra trjáa.
Að þau rekja

rætur
til heilbrigðra

skóga.
Líkt og trosnað

rótarkerfi
hugar mins

sem er afsprengi
fjórri

og gildari
þanka.

– Rótarflækjur
hugar

sem raunar gengur ekki
allkostar

heill
til skógar.